8 Dec 2023
Norræni fjárfestingarbankinn og Landsbankinn fjármagna áfram lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi
Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) og Landsbankinn hf. hafa undirritað nýjan 75 milljóna Bandaríkjadala (68,6 milljónir evra) lánasamning til að fjármagna lítil og meðalstór fyrirtæki og umhverfistengd verkefni á Íslandi.
Lánasamningurinn, sem er til sjö ára, mun fjármagna lítil og meðalstór fyrirtæki í ýmsum greinum, svo sem sjávarútvegi, byggingarstarfsemi og ferðaþjónustu. Lánasamningnum er ætlað að bæta aðgang lítilla og meðalstórra fyrirtækja að lánsfjármagni og greiða fyrir framleiðniaukningu á Íslandi.
NIB og Landsbankinn hafa frá árinu 2015 átt gott samstarf og hefur NIB veitt Landsbankanum fjórar lánafyrirgreiðslur til að fjármagna lítil og meðalstór fyrirtæki og umhverfistengd verkefni á Íslandi. Nú síðast, árið 2022, veitti NIB Landsbankanum lán í tengslum við fjármögnun á nýjum, grænum höfuðstöðvum bankans.
Landsbankinn hf. er stærsti bankinn á Íslandi. Bankinn var stofnaður árið 2008 en saga hans nær aftur til ársins 1886. Í dag er Landsbankinn í meirihlutaeigu ríkissjóðs Íslands.
Norræni fjárfestingarbankinn er alþjóðleg fjármálastofnun í eigu aðildarlandanna átta: Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Íslands, Lettlands, Litháen, Noregs og Svíþjóðar. Bankinn lánar til verkefna á vegum hins opinbera og til einkaaðila, jafnt innan sem utan aðildarríkjanna. NIB er með hæsta mögulega lánshæfismat, AAA/Aaa, hjá leiðandi matsfyrirtækjunum S&P Global og Moody’s.
Nánari upplýsingar veita:
Joakim Häger, sérfræðingur á sviði fjármálastofnana, +358 10 618 439, joakim.hager@nib.int
Iiris Anttalainen, aðstoðarsamskiptafulltrúi, +358 10 618 258, iiris.anttalainen@nib.int