Hellisheiði: OR
14 Dec 2023
NIB fjármagnar orkuframkvæmdir á Íslandi
NIB og Orkuveita Reykjavíkur (OR) hafa gert með sér 10 ára lánasamning til að fjármagna vöxt hitaveitunnar og viðhald jarðgufu- og vatnsaflsvirkjana á sunnan- og vestanverðu Íslandi.
Lánið er að fjárhæð 100 milljóna bandaríkjadala og nýtist til fjárfestingarverkefna í raf- og varmaorkuvinnslu sem spanna árabilið 2023 til ársloka 2027.
Á meðal vatnsorkuverkefna er endurgerð inntaksstíflu Andakílsárvirkjunar, borun vinnsluhola við Nesjavallavirkjun auk endurbóta og endurnýjunar gufuháfa og kæliturna á Nesjavöllum og við Hellisheiðarvirkjun.
Fjárfestingar í hitaveitu fela meðal annars í sér tengingu nýrra íbúahverfa og aukningu á afkastagetu í núverandi lögnum, rannsóknarboranir á nýjum svæðum fyrir framtíðaruppbyggingu hitaveitunnar og aukningu miðlunargetur í heitavatnsgeymum.
Orkuveita Reykjavíkur gerir ekki ráð fyrir að hugsanleg eldgos á Reykjanesskaga valdi fyrirtækjunum í samstæðu OR tjóni.
Árið 2006 veitti NIB Orkuveitu Reykjavíkur lán til að fjármagna byggingu Hellisheiðarvirkjunar. Árið 2020 var annar 15 ára lánasamningur milli aðilanna undirritaður, í það skiptið til að fjármagna eflingu orkuvinnslu úr jarðhita og styrkingu rafdreifikerfisins.
Orkuveita Reykjavíkur og dótturfyrirtækin reka rafveitu, hitaveitur, vatnsveitur, fráveitur og ljósleiðarakerfi á Íslandi sunnan- og vestanverðu. kalt vatn, skólp og ljósleiðarakerfi til viðskiptavina á Suðvesturlandi og þjónar þar um og yfir helmingi Íslendinga. Samstæðan á og rekur þrjár virkjanir, Nesjavallavirkjun, Hellisheiðarvirkjun og Andakílsárvirkjun, með samanlagt 431 MW rafafl. Orkuveita Reykjavíkur er í eigu Reykjavíkurborgar (93,54%), Akraness (5,53%) og Borgarbyggðar (0,93%).
NIB er alþjóðleg fjármálastofnun í eigu átta aðildarríkja: Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Íslands, Lettlands, Litháens, Noregs og Svíþjóðar. Bankinn fjármagnar verkefni einkaaðila og opinberra innan og utan aðildarlandanna. NIB er með hæstu mögulegu lánshæfiseinkunn, AAA/Aaa, hjá leiðandi matsfyrirtækjunum Standard & Poor’s og Moody’s.
Frekari upplýsingar veita:
Kari Jaukkuri, yfirbankastjóri, opinber geiri og veitur, í +358 10 618 0237, kari.jaukkuri@nib.int
Arild Moen, aðstoðarframkvæmdastjóri samskiptasviðs, í +358 10 618 0496, arild.moen@nib.int