15 May 2024

Lán NIB styrkir flutningskerfi raforku á Íslandi

Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) hefur undirritað 50 milljóna dala fjárfestingarlán til Landsnets hf. til 15 ára sem ætlað er að fjármagna byggingu nýrra tengivirkja og endurnýjun eldri tengivirkja ásamt því að fjármagna fjárfestingu í jarðstrengjum og nýjum loftlínum á tímabilinu 2023-2026.

Endurnýjunin er einkum til að efla flutningskerfið frá Norðausturlandi til Suðurlands og meðfram vesturströnd landsins, bæta flutningsgetu og afhendingaröryggi kerfisins fyrir bæði almenning og atvinnulífið.

Landsnet hefur hafið uppbyggingu nýrrar  220 kV byggðalínu sem mun auka flutningsgetu kerfisins í um 600 MW á lykilsvæðum og hækka öryggismörk úr 130 MW í 210-250 MW. Með því verður hægt að nýta núverandi orku með sem bestum hætti og mæta vaxandi raforkuþörf. Fjárfestingaráætlunin, sem fjármögnuð er af NIB, er hluti af þessu ferli.

Fjárfestingaráætlunin, sem er fjármögnuð af NIB, felur í sér endurnýjun og stækkun á núverandi tengivirkjum sem og byggingar á nýjum tengivirkjum. Tengivirkin verða stærstur hluti ráðgerðu heildarfjárfestingarinnar sem tengist þessu láni. Á meðal þeirra er fyrsta tengivirki Landsnets, sem verður án SF6-gass, og er ráðgert að með henni verði sett ný viðmið í orkuflutningageiranum. Í stað SF6-gass (brennisteinshexaflúóríðs), sem er kraftmikil gróðurhúsalofttegund, sem áður var ómissandi í háspennutengivirkjum, er nýja tengivirkið einangrað með grænu gasi. Fjárfestingaráætlunin nær einnig til lagningar á nýjum og endurnýjunar á gömlum loftlínum.

Áður en þetta fjárfestingarlán kom til sögunnar höfðu NIB og Landsnet gert með sér nokkra lánasamninga, þeir síðustu frá árinu 2021. Það lán var til að auka flutningsgetu og afhendingaröryggi flutningskerfisins til að nýta enn betur endurnýjanlega orku og styðja við orkuskipti.

Landsnet hf. er rekstraraðili íslenska flutningskerfisins. Flutningskerfi Landsnets I tengir orkuframleiðslufyrirtækin fimm á Íslandi við dreifikerfi landsins og beint við stórnotendur. Flutningskerfið samanstendur af yfir 3.300 km af flutningslínum og um 80 tengivirkjum. Eigendur Landsnets eru íslenska ríkið (93%) og Reykjavíkurborg í gegnum Orkuveitu Reykjavíkur (7%).

NIB er alþjóðleg fjármálastofnun í eigu átta aðildarlanda: Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Íslands, Lettlands, Litháen, Noregs og Svíþjóðar. Bankinn fjármagnar verkefni á vegum einkaaðila og hins opinbera í aðildarlöndunum og utan þeirra. NIB hefur fengið hæstu mögulegu lánshæfiseinkunn, AAA/Aaa, frá fremstu lánshæfismatsfyrirtækjum heimsins, Standard & Poors og Moody’s. Frekari upplýsingar á www.nib.int

Nánari upplýsingar veita
Kari Jaukkuri, yfirmaður, +358 10 618 0237, Kari.Jaukkuri@nib.int

Iiris Anttalainen, samskiptadeild, +358 10 618 0258, Iiris.Anttalainen@nib.int

Related resources

15 May 2024

Landsnet hf.

EUR 46.5 million